Faggilt skoðunarstofa

Inspectionem ehf. er skoðunarstofa sem stefnir faggildingu á þeim sviðum þar sem þess er krafist, og uppfyllir viðkomandi kröfur laga um mannvirki nr. 160/2010, laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga nr. 146/1996 og laga um brunavarnir nr. 75/2000.. Þessi lög gera ráð fyrir tvennskonar skoðunarstofum; með eða án faggildingar sem Einkaleyfisstofa gefur út.

Inspectionem ehf. starfar bæði sem skoðunarstofa sem stefnir að faggildingu þar sem þess er krafist og án faggildingar þar sem þess er ekki krafist.
Tæknilegur stjórnandi Inspectionem ehf. uppfyllir skilyrði sem skoðunarmaður I-III samkvæmt Mannvirkjalögum.

Verkefni:

SKOÐUNARSTOFA ÁN FAGGILDINGAR:
Í 12. gr. laga um brunavarnir sem fjallar um eldvarnareftirlit sveitarfélaga kemur fram að heimilt sé að fela skoðunarstofum eftirlit með brunavörnum mannvirkja sem þá kemur í stað eldvarnareftirlits slökkviliðsins. Ekki er gerð krafa um faggildingu fyrir slíka skoðunarstofu en sett er það skilyrði að hún hafi gæðakerfi samkvæmt 23. gr. reglugerðar nr. 723/ 2017 um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Inspectionem ehf. hefur slíkt gæðakerfi.
Verkefni Inspectionem ehf. án fagildingar eru:

 • eldvarnareftirlit

SKOÐUNARSTOFA MEÐ FAGGILDINGU:
Í 20. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 er gerð krafa um að skoðunarstofur sem starfa við mannvirkjagerð séu faggiltar og að þær hafi starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun sem tilgreinir þá þætti eftirlits sem skoðunarstofu er heimilt að taka að sér. Ákvörðun um að skoðunarstofa annist eftirlit er tekin af sveitarstjórn, byggingarfulltrúa eða Mannvirkjastofnun, en eigandi mannvirkisins ræður skoðunarstofuna til verksins og greiðir kostnað við eftirlitið.
Í 8. gr. laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga nr. 146/1996 er gerð krafa um að skoðunarstofur séu faggiltar og að þær hafi starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun.

Verkefni Inspectionem ehf. á sviði fagildingar á grundvelli laga nr. 160/2010 eru

 • yfirferð hönnunargagna, bæði aðal- og séruppdrátta
 • byggingareftirlit
 • öryggisúttekt.
 • lokaúttekt.
 • úttekt við lok niðurrifs mannvirkis
 • markaðseftirlit með byggingarvöru
 • yfirferð gæðakerfa

Verkefni Inspectionem ehf. á sviði fagildingar á grundvelli laga nr. 146/1996 eru

 • Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar.
 • Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar.
 • Skoðun á aðstöðu og búnaði rafverktaka.
 • Að skoða rafföng á markaði.