2.4.5. gr .Byggingarleyfi veitt til einstakra þátta vegna flókinnar mannvirkjagerðar o.

Aftur í: 2.4. KAFLI Byggingarleyfið

Leyfisveitanda er heimilt, þegar um er að ræða mjög stóra, mjög sérhæfða eða flókna byggingarframkvæmd eða framkvæmd þar sem með rökum má sýna fram á að þróunarvinna þurfi að fara fram samhliða hönnun og byggingu mannvirkis, að veita skriflegt leyfi til einstakra þátta framkvæmdarinnar og takmarkast þá leyfið við samþykkt hönnunargögn .
Leyfisveitanda ber, áður en leyfi er veitt skv. 1. mgr., að krefjast skriflegrar áætlunar hönnunarstjóra um skil uppdrátta og verkáætlunar auk undirritaðrar yfirlýsingar eiganda og byggingarstjóra um að framkvæmdir við einstaka verkþætti muni ekki hefjast fyrr en samþykktir uppdrættir af viðkomandi verkhluta liggi fyrir .
Leyfisveitanda er ávallt heimilt að krefjast þess að eigandi ráði faggilta skoðunarstofu á eigin kostnað til yfirferðar hönnunargagna og eftirlits, sbr. 3.3. kafla .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017 og í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018.