Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða

Höfundur Elísabet Pálmadóttir

Búið til 2018-08-02 kl 16:26

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi 1. ágúst 2018. Í reglugerðinni eru skilgreindar lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða.

Þar kemur m.a. fram að Brunavarnaáætlun, skuli lýsa því hvernig slökkvilið uppfyllir ákvæði reglugerðarinnar. Inspectionem býður sveitarfélögum aðstoð við gerð brunavarnaáætlunar og þeirra greininga og áætlana sem gera þarf í tengslum við þá vinnu.