Fréttir

Skrifað: 13. 01 2020

Inspectionem hefur á árinu 2019 farið í eldvarnaeftirlit í skoðunarskyldum mannvirkjum á eftirlitsáætlun slökkviliðs Grindavíkur. Verkefnið var unnið fyrir slökkvilið Grindavíkur í samstarfi við slökkviliðsstjóra. Markmiðið með vinnunni er að hafa eldvarnareftirlit með mannvirkjum, lóðum og starfsemi þar sem eldhætta getur skapast og ógnað lífi, heilsu, umhverfi og eignum. Við vinnuna voru skýrslur skráðar í Brunavörð.
Jafnframt hefur Inspectionem unnið að gerð árlegrar skýrslu fyrir slökkvilið Grindavíkur um framkvæmd eldvarnareftirlits á liðnu ári og hvaða árangur hefur náðst.
Inspectionem slökkvilið m.a. við gerð eftirlitsáætlunar, framkvæmd eldvarnaeftirlits ásamt eftirfylgni og gerð árlegrar skýrslu.
Guðmundur Gunnarsson, veitir frekari upplýsingar í s. …

Nánar
Skrifað: 01. 10 2019

Á síðustu mánuðum hefur Inspectionem gefið út 6 vottunarskírteini vegna Vakans. Við óskum þeim til hamingju með vottunina. Þeir þátttakendur sem hafa verið vottaðir eru:

ÞátttakandiStarfsemi
FriðheimarVeitingastaður og ferðaþjónusta
Gateway to IcelandFerðaskipuleggjandi sem framkvæmir eigin ferðir
Hotel WestTveggja stjörnu hótel
Arctic Hotels/Hótel TindastóllÞriggja til fimm stjörnu hótel
Arctic Hotels/Hótel MikligarðurTveggja stjörnu hótel
Arctic Hotels/Mikligarður GuesthouseHostel

All mörg önnur fyrirtæki eru langt komin í vottunarferlinu.

Nánar
Skrifað: 20. 09 2019

Inspectionem hefur unnið endurskoðun brunavarnaáætlunar fyrir starfssvæði Brunavarna Skagafjarðar, verkefnið var unnið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar í samstarfi við slökkviliðsstjóra. Markmiðið með vinnunni er að fara yfir að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Aðferðin sem beitt var til að skoða áhættur og greina mannafla- og búnaðarþörf byggir á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar um mat á búnaðar og mannaflaþörf slökkviliða (6.053).
Áhættumat var unnið út frá þeim mannvirkjum og starfsemi sem er í sveitarfélaginu. Þær áhættur sem taldar voru mótandi fyrir stærð slökkviliðsins voru greindar nánar með tilliti til …

Nánar
Skrifað: 29. 05 2019

Í dag afhenti Inspectionem Friðheimum vottunarskjal sem staðfestingu á að fyrirtækið uppfyllir gæða- og umhverfiskröfur Vakans. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Nánar
Skrifað: 22. 02 2019

Inspectionem hefur unnið endurskoðun brunavarnaáætlunar fyrir starfssvæði Slökkviliðs Skaftárhrepps, verkefnið var unnið fyrir Slökkvilið Skaftárhrepps í samstarfi við slökkviliðsstjóra sveitarfélagsins. Markmiðið með vinnunni er að fara yfir að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Aðferðin sem beitt var til að skoða áhættur og greina mannafla- og búnaðarþörf byggir á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar um mat á búnaðar og mannaflaþörf slökkviliða (6.053).
Áhættumat var unnið út frá þeim mannvirkjum og starfsemi sem er í sveitarfélaginu. Þær áhættur sem taldar voru mótandi fyrir stærð slökkviliðsins voru greindar nánar með tilliti …

Nánar
Skrifað: 01. 02 2019

Inspectionem hefur undirritað samning við Ferðamálastofu sem samstarfsaðilar við úttektir á þátttakendum í Vakanum.


Markmið Vakans er að efla gæða-, öryggis- og umhverfisvitund í ferðaþjónustu, ásamt því að stuðla að samfélagslegri ábyrgð innan greinarinnar.
Ferðaþjónustan er einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðfélagsins og mjög mikilvægt að gæði þjónustunnar séu mikil og stöðug þannig að upplifun ferðamannsins verði í samræmi við væntingar hans.
Þátttaka í Vakanum er ferðaþjónustunni hvatning til að viðhalda og auka gæði, umhverfisvitund og öryggi í greininni og samfélagslega ábyrgð innan hennar. Óháðar ytri úttektir með virkni kerfisins er mikilvægur þáttur til að það sé lifandi og að stjórnendur og …

Nánar
Skrifað: 14. 01 2019

Með breytingunni er lögð sú skylda á mannvirkjahönnuði að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við ákveðinn lágmarksfjölda bílastæða við annað húsnæði en íbúðarhúsnæði, en kröfur er varða íbúðarhúsnæði eru nú þegar til staðar í reglugerðinni. Þannig er lögð enn frekari áhersla á mikilvægi orkuskipta í samgöngum með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Þá er einnig m.a. gerðar eftirfarandi breytingar á reglugerðinni:

  • Felld er niður krafa um að allir séruppdrættir vegna mannvirkjagerðar liggi fyrir við útgáfu byggingarleyfis og dregið úr kröfum um ábyrgðaryfirlýsingar meistara.
  • Ákvæði um eftirlit Mannvirkjastofnunar með störfum hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara og gæðastjórnunarkerfum eru gerð skýrari.
  • Aukin áhersla …

Nánar
Skrifað: 17. 09 2018

Inspectionem hefur unnið endurskoðun brunavarnaáætlunar fyrir starfssvæði Slökkviliðs Langanesbyggðar, verkefnið var unnið fyrir Slökkvilið Langanesbyggðar í samstarfi við slökkviliðsstjóra sveitarfélagsins. Markmiðið með vinnunni er að fara yfir að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Aðferðin sem beitt var til að skoða áhættur og greina mannafla- og búnaðarþörf byggir á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar um mat á búnaðar og mannaflaþörf slökkviliða (6.053).
Áhættumat var unnið út frá þeim mannvirkjum og starfsemi sem er í sveitarfélaginu. Þær áhættur sem taldar voru mótandi fyrir stærð slökkviliðsins voru greindar nánar með tilliti …

Nánar
Skrifað: 02. 08 2018

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi 1. ágúst 2018. Í reglugerðinni eru skilgreindar lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða.

Þar kemur m.a. fram að Brunavarnaáætlun, skuli lýsa því hvernig slökkvilið uppfyllir ákvæði reglugerðarinnar. Inspectionem býður sveitarfélögum aðstoð við gerð brunavarnaáætlunar og þeirra greininga og áætlana sem gera þarf í tengslum við þá vinnu.

Nánar
Skrifað: 10. 07 2018

Breytingarnar varða m.a. tengingar fyrir hleðslu rafbíla en með tilkomu þessarar breytingar þarf að gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði í íbúðarhúsnæði.
Bætt hefur verið inn í byggingarreglugerðina hér þessum nýjustu breytingum sem eru 7. breytingar á byggingarreglugerð 112/2012 og tóku gildi þann 5. júlí.

Reglugerð 669/2018 um (7.) breytingu á byggingarreglugerð, nr. 112/2012.

Nánar