Faggilt skoðunarstofa

Inspectionem stefnir að faggildingu sem skoðunarstofa.

Mikil reynsla

Hjá Inspectionem vinnur fólk með mikla reynslu af stjórnsýslu byggingarmála og byggingaframkvæmdum.

Endurskoðuð Brunavarnaáætlun Langanesbyggðar undirrituð.

Inspectionem hefur unnið endurskoðun brunavarnaáætlunar fyrir starfssvæði Slökkviliðs Langanesbyggðar, verkefnið var unnið fyrir Slökkvilið Langanesbyggðar í samstarfi við slökkviliðsstjóra sveitarfélagsins. Markmiðið með vinnunni er að fara yfir að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Aðferðin sem beitt var til að skoða áhættur og greina mannafla- og búnaðarþörf byggir á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar um mat á búnaðar og mannaflaþörf slökkviliða (6.053).
Áhættumat var unnið út frá þeim mannvirkjum og starfsemi sem er í sveitarfélaginu. Þær áhættur sem taldar voru mótandi fyrir stærð slökkviliðsins voru greindar nánar með ...


Ný reglugerð um starfsemi slökkviliða

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi 1. ágúst 2018. Í reglugerðinni eru skilgreindar lágmarkskröfur um tækjakost, húsnæði og mannafla slökkviliða.

Þar kemur m.a. fram að Brunavarnaáætlun, skuli lýsa því hvernig slökkvilið uppfyllir ákvæði reglugerðarinnar. Inspectionem býður sveitarfélögum aðstoð við gerð brunavarnaáætlunar og þeirra greininga og áætlana sem gera þarf í tengslum við þá vinnu.


Byggingareglugerð - leiðbeiningar um hús

Síðan er í vinnslu

Nánar

Byggingareglugerð - frá hugmynd til framkvæmdar

Síðan er í vinnslu

Nánar