Faggilt skoðunarstofa

Inspectionem stefnir að faggildingu sem skoðunarstofa.

Mikil reynsla

Hjá Inspectionem vinnur fólk með mikla reynslu af stjórnsýslu byggingarmála og byggingaframkvæmdum.

Samstarf við Ferðamálastofu um úttektir á þátttakendum í Vakanum

Inspectionem hefur undirritað samning við Ferðamálastofu sem samstarfsaðilar við úttektir á þátttakendum í Vakanum.


Markmið Vakans er að efla gæða-, öryggis- og umhverfisvitund í ferðaþjónustu, ásamt því að stuðla að samfélagslegri ábyrgð innan greinarinnar.
Ferðaþjónustan er einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðfélagsins og mjög mikilvægt að gæði þjónustunnar séu mikil og stöðug þannig að upplifun ferðamannsins verði í samræmi við væntingar hans.
Þátttaka í Vakanum er ferðaþjónustunni hvatning til að viðhalda og auka gæði, umhverfisvitund og öryggi í greininni og samfélagslega ábyrgð innan hennar. Óháðar ytri úttektir með virkni kerfisins er mikilvægur þáttur til að það sé lifandi og að stjórnendur og ...


Breytingar á byggingarreglugerð

Með breytingunni er lögð sú skylda á mannvirkjahönnuði að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við ákveðinn lágmarksfjölda bílastæða við annað húsnæði en íbúðarhúsnæði, en kröfur er varða íbúðarhúsnæði eru nú þegar til staðar í reglugerðinni. Þannig er lögð enn frekari áhersla á mikilvægi orkuskipta í samgöngum með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Þá er einnig m.a. gerðar eftirfarandi breytingar á reglugerðinni:

  • Felld er niður krafa um að allir séruppdrættir vegna mannvirkjagerðar liggi fyrir við útgáfu byggingarleyfis og dregið úr kröfum um ábyrgðaryfirlýsingar meistara.
  • Ákvæði um eftirlit Mannvirkjastofnunar með störfum hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara og gæðastjórnunarkerfum eru gerð skýrari.
  • Aukin ...


Banaslys á Íslandi 2018

Samkvæmt tölum sem unnar eru upp úr fréttum fjölmiðla urðu líklegast 32 banaslys á Íslandi árið 2018. Banaslys í umferðinni urðu alls 17 eða 53% allra slysa ársins en næst stærsti flokkur banaslysa er drukknanir þar sem 5 létust þar af þrír í ám og vötnum.
Erlendir ríkisborgarar sem létust í slysum eru alls 19 eða 59% allra sem létust og skiptast þau þannig að 10 létust í umferðarslysum en 8 létust í öðrum slysum þar af 4 í drukknunum. Flestir erlendu ríkisborgararnir sem létust voru frá Evrópu eða 10 en frá Bandaríkjunum voru 4 og 1 frá Asíu en ...

Nánar

Er alltaf rétt að halda kyrru fyrir í bruna í fjölbýlishúsi

Eftir eldsvoða í fjölbýlishúsum þar sem fólk er hætt komið, fer oft af stað umræða um það hvernig íbúar í fjölbýlishúsum eiga að bregðast við. Ráðleggingar um að öruggast sé að halda kyrru fyrir í íbúðunum og bíða eftir björgun slökkviliðs hafa verið áberandi. Þetta getur oft átt við í nýlegum vel byggðum fjölbýlishúsum og á þeim stöðum þar sem vel búin slökkvilið eru en annarsstaðar er þetta ekki svona einfalt. Víða hagar svo til að slökkviliðin eru ekki nægjanlega vel búin til björgunar af efri hæðum húsa og í mörgum eldri húsum eru brunavarnir oft ófullnægjandi.
Hvað best sé ...

Nánar