Eldvarnaeftirlit fyrir slökkvilið Grindavíkur

Höfundur Elísabet Pálmadóttir

Búið til 2020-01-13 kl 14:11

Inspectionem hefur á árinu 2019 farið í eldvarnaeftirlit í skoðunarskyldum mannvirkjum á eftirlitsáætlun slökkviliðs Grindavíkur. Verkefnið var unnið fyrir slökkvilið Grindavíkur í samstarfi við slökkviliðsstjóra. Markmiðið með vinnunni er að hafa eldvarnareftirlit með mannvirkjum, lóðum og starfsemi þar sem eldhætta getur skapast og ógnað lífi, heilsu, umhverfi og eignum. Við vinnuna voru skýrslur skráðar í Brunavörð.
Jafnframt hefur Inspectionem unnið að gerð árlegrar skýrslu fyrir slökkvilið Grindavíkur um framkvæmd eldvarnareftirlits á liðnu ári og hvaða árangur hefur náðst.
Inspectionem slökkvilið m.a. við gerð eftirlitsáætlunar, framkvæmd eldvarnaeftirlits ásamt eftirfylgni og gerð árlegrar skýrslu.
Guðmundur Gunnarsson, veitir frekari upplýsingar í s. 5888786