Inspectionem ehf. er samstarfsaðili Ferðamálastofu um gæða- og umhverfisúttektir samkvæmt viðmiðum Vakans.
Inspectionem ehf. gerir fyrirtækjum, sem óska eftir þjónustu þess, tilboð í úttektir þar sem m.a. er tekið mið af fjölda starfsmanna, starfsstöðva, umfangi og þjónustuframboði.

Fá tilboð

Til að fá tilboð vegna vottunar á gæða- og umhverfiskerfi Vakans hafið samband við Guðmund Gunnarsson, sem veitir frekari upplýsingar í s. 5888786
Tilboð Inspectionem miðast við þriggja ára vottunarferli samkvæmt skilmálum Vakans og gildir vottunin í þrjú ár. Á þeim tíma eru eftirfarandi úttektir gerðar:

Ár 1 Vottun Ár 2 Viðhaldsúttekt Ár 3 Viðhaldsúttekt Ár 4 Endurvottun
Þrep 1:Þrep 2:

Rýni gagna
Útgáfa vottunarskírteinis
Vettvangsheimsókn Óundirbúin heimsókn
eða rýni gagna
Viðhaldsúttekt/
heimsókn
Endurvottun
Endurnýjun vottunarskírteinis

Gert er ráð fyrir að sá tími sem fer í hverja úttekt ráðist af umfangi starfseminnar, t.d. fjölda starfsmanna (þ.m.t verktaka) og starfsstöðva. Fjölbreytt þjónusta kallar auk þess á mörg mismunandi viðmið sem þarf að uppfylla. Gera má ráð fyrir að lágmarkstími vegna vottunar (þrep 1) sé 4 klst. (0,5 dagar).

Úttektaraðilar Inspectionem ehf. hafa kynnt sér vandlega öll gæða- og umhverfisviðmið og annað efni Vakans og hafa lágmarks þekkingu á ferðaþjónustu.
Úttektaraðilar Inspectionem ehf. hafa setið kynningu Ferðamálastofu um Vakann.
Inspectionem ehf. leggur áherslu á að úttektaraðilar sem framkvæma úttektir á vegum skoðunarstofunnar hafi hæfni í mannlegum samskiptum, séu jákvæðir, hvetjandi, kurteisir og snyrtilegir.

Þátttaka í Vakanum


Fyrirtæki senda inn umsókn um þáttöku í Vakanum í gegnum heimasíðu Vakans.
Þátttakendum er bent á að kynna sér vel skilmála þáttöku og siðareglur Vakans á heimsíðu Vakans.
Þar eru jafnframt leiðbeiningar um umsóknar og úttektarferli vegna ferðaþjónustu og gistingar.
Skrá yfir þátttakendur er að finna á heimasíðu Vakans.

Hjálpargögn

Hér má finna ýmis hjálpargögn, fræðsluefni, gátlista og fleira sem umsækjendur og þátttakendur í Vakanum geta nýtt sér.