Endurskoðuð Brunavarnaáætlun fyrir Brunavarnir Skagafjarðar

Höfundur Elísabet Pálmadóttir

Búið til 2019-09-20 kl 09:57

Inspectionem hefur unnið endurskoðun brunavarnaáætlunar fyrir starfssvæði Brunavarna Skagafjarðar, verkefnið var unnið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar í samstarfi við slökkviliðsstjóra. Markmiðið með vinnunni er að fara yfir að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Aðferðin sem beitt var til að skoða áhættur og greina mannafla- og búnaðarþörf byggir á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar um mat á búnaðar og mannaflaþörf slökkviliða (6.053).
Áhættumat var unnið út frá þeim mannvirkjum og starfsemi sem er í sveitarfélaginu. Þær áhættur sem taldar voru mótandi fyrir stærð slökkviliðsins voru greindar nánar með tilliti til þess hvaða kröfur þær geri til fjölda slökkviliðsmanna og búnaðar sem nota þurfi vegna viðbragðs við atvikum þeim tengdum.
Áætlunin hefur verið samþykkt af sveitarstjórn Skagafjarðar, sveitarstjórn Akrahrepps og Mannvirkjastofnun og var undirrituð 19. september 2019.
Brunavarnaáætlunin verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is.
Inspectionem vinnur að áhættugreiningum, mati á búnaðar og mannaflaþörf, gerð brunavarnaáætlana og endurskoðun brunavarnaáætlana fyrir fleiri viðskiptavini.
Guðmundur Gunnarsson, veitir frekari upplýsingar í s. 5888786