Samstarf við Ferðamálastofu um úttektir á þátttakendum í Vakanum

Höfundur Elísabet Pálmadóttir

Búið til 2019-02-01 kl 10:47

Inspectionem hefur undirritað samning við Ferðamálastofu sem samstarfsaðilar við úttektir á þátttakendum í Vakanum.


Markmið Vakans er að efla gæða-, öryggis- og umhverfisvitund í ferðaþjónustu, ásamt því að stuðla að samfélagslegri ábyrgð innan greinarinnar.
Ferðaþjónustan er einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðfélagsins og mjög mikilvægt að gæði þjónustunnar séu mikil og stöðug þannig að upplifun ferðamannsins verði í samræmi við væntingar hans.
Þátttaka í Vakanum er ferðaþjónustunni hvatning til að viðhalda og auka gæði, umhverfisvitund og öryggi í greininni og samfélagslega ábyrgð innan hennar. Óháðar ytri úttektir með virkni kerfisins er mikilvægur þáttur til að það sé lifandi og að stjórnendur og starfsmenn haldi vöku sinni gagnvart markmiðum þess.
Það er Inspectionem mikil ánægja og heiður að vera samstarfsaðilar Ferðamálastofu og taka þannig þátt í því að efla Vakann sem gæða og umhverfisviðmið íslenskrar ferðaþjónustu.
Til að fá tilboð vegna vottunar á gæða- og umhverfiskerfi Vakans hafið samband við Guðmund Gunnarsson, sem veitir frekari upplýsingar í s. 5888786