Inspectionem ehf. stofnað

Höfundur Sturla Lange

Búið til 2017-06-25 kl 22:20

Inspectionem ehf var stofnuð þann 12.10.2017. Tilgangur félagsins er að bjóða fram þjónustu faggiltrar skoðunarstofu í byggingariðnaði sem fjallað er um í Mannvirkjalögum nr. 160/2010.
Eigendur og fyrstu starfsmenn félagsins eru Elísabet Pálmadóttir og Guðmundur Gunnarsson.
Guðmundur Gunnarsson hefur mikla reynslu af hönnun bygginga og framkvæmdum auk þess að hafa meira en fjögurra áratuga reynslu úr stjórnsýslu byggingarmála.
Elísabet Pálmadóttir hefur mikla reynslu af ráðgjöf og stjórnkerfum auk þess að hafa starfað í stjórnsýslu byggingarmála í 15 ár.