Ný vefsíða

Höfundur Sturla Lange

Búið til 2017-06-25 kl 22:20

Vefsíða Inspectionem ehf. er nú komin í loftið. Eitt af markmiðum Inspectionem er að veita góðar upplýsingar um byggingarmál. Meðal efnis á síðunni er samsett útgáfa af núgildandi Byggingarreglugerð sem uppfærð hefur verið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið fram til ágúst 2017. Auk þess sem settir hafa verið hlekkir inn í textann þannig að hægt sé að fara beint inn á þær leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar sem reglugerðin vísar til.