Brunavarnaáætlanir

Í lögum um brunavarnir er gerð krafa um að slökkviliðsstjóri geri brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði slökkviliðsins.
Inspectionem ehf. getur aðstoðað slökkviliðsstjóra við gerð brunavarnaáætlana hvort sem um er að ræða endurskoðun eldri áætlunar eða fyrstu útgáfu brunavarnaáætlunar.
Einnig gerir Inspectionem eftirfarandi gögn vegna undirbúnings brunavarnaáætlana eða eftir óskum slökkviliðsins:

  • Áhættumat.
  • Mat á mannafla- og búnaðarþörf.
  • Viðbragðsáætlun.
  • Skrá yfir mannvirki og aðra staði þar sem eldsvoði getur valdið sérstakri hættu á manntjóni eða umtalsverðu tjóni á umhverfi eða öðrum verðmætum á starfssvæði slökkviliðsins.
  • Eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits.

Inspectionem hefur unnið brunavarnaáætlanir og greiningar vegna þeirra fyrir:
  • Langanesbyggð.
  • Skaftárhrepp.
  • Brunavarnir Skagafjarðar.
  • Akranes og Hvalfjarðarsveit (í vinnslu).

Inspectionem hefur unnið áhættumat og greiningu á mannafla og búnaðarþörf fyrir:
  • Brunavarnir Suðurnesja, vegna Keflavíkurflugvallar.