Byggingareftirlit og úttektir

Inspectionem ehf. er skoðunarstofa sem stefnir faggildingu á þeim sviðum þar sem þess er krafist, og uppfyllir viðkomandi kröfur laga um mannvirki, laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og laga um brunavarnir.
Tæknilegur stjórnandi Inspectionem ehf. uppfyllir skilyrði sem skoðunarmaður I-III samkvæmt Mannvirkjalögum.
Í lögum um mannvirki er gerð krafa um að skoðunarstofur sem starfa við mannvirkjagerð séu faggiltar og að þær hafi starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun sem tilgreinir þá þætti eftirlits sem skoðunarstofu er heimilt að taka að sér. Ákvörðun um að skoðunarstofa annist eftirlit er tekin af sveitarstjórn, byggingarfulltrúa eða Mannvirkjastofnun, en eigandi mannvirkisins ræður skoðunarstofuna til verksins og greiðir kostnað við eftirlitið.
Inspectionem getur aðstoðað byggingarfulltrúa með eftirfarandi verkefni:

  • Yfirferð hönnunargagna, bæði aðal- og séruppdrátta.
  • Byggingareftirlit.
  • Öryggisúttekt.
  • Lokaúttekt.
  • Úttekt við lok niðurrifs mannvirkis.
  • Markaðseftirlit með byggingarvöru.
  • Yfirferð gæðakerfa.