Guðmundur Gunnarsson

Guðmundur Gunnarsson, tæknilegur stjórnandi, MSc í byggingarverkfræði frá Aalborg Universitetcenter og MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hann er félagi í VFÍ. Guðmundur er löggiltur hönnuður aðaluppdrátta, lagna og burðarþols.
Guðmundur hefur áratuga reynslu af staðlastarfi og á sæti í byggingarstaðlaráði.
Hann hefur starfað hjá Fasteignamati ríkisins, Brunamálastofnun, Mannvirkjastofnun og Byggingarfulltrúanum á Húsavík auk þess að hafa verið sjálfstætt starfandi verkfræðingur. Guðmundur hefur áratuga reynslu af að skipuleggja og kenna eldvarnaeftirlitsmönnum að skoða hús eftir forskrifuðum reglum. Hann er stundakennari við Háskólann í Reykjavík og kennir við endurmenntun fag- og iðnaðarmanna hjá Iðunni, Rafiðnaðarskólanum og á námskeiðum í samstarfi við Vinnueftirlitið.
Meðal verkefna sem Guðmundur hefur verkstýrt og unnið eru:
Vottanir á byggingarefnum og -aðferðum fyrir innflytjendur og framleiðendur hér á landi. Rýni á brunahönnun mannvirkja m.a. hótela og gististaða. Brunavarnaáætlanir fyrir Langanesbyggð, Skaftárhrepp, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Áhættumat og greining á mannafla- og búnaðarþörf Brunavarna Suðurnesja vegna Keflavíkurflugvallar. Stjórnun eldvarnasviðs Mannvirkjastofnunar, gerð og útgáfa leiðbeininga um brunavarnir og byggingar og fræðsluefnis fyrir almenning. Gerð tillaga að reglugerðum og endurskoðun reglugerða á sviði bygginga og eldvarna. Tölfræði varðandi bruna- og manntjón á Íslandi. Eftirlit með og úttektir á brunavörnum bygginga. Yfirferð á brunahönnun bygginga. Rannsóknir á brunum og slysum. Eftirlit með og veiting starfsleyfa þjónustuaðila brunavarna og tilheyrandi gæðakerfi. Hönnun mannvirkja hérlendis og erlendis á sviði aðalteikninga, brunavarna, burðarþols og lagna ásamt gerð útboðsgagna. Eftirlit með mannvirkjagerð og verkstjórn á byggingarstað. Byggingarstjóri. Brunarannsóknir. Mat á almannahættu. Meðdómari í byggingarmálum. gudmundur@inspectionem.is