Elísabet Pálmadóttir, framkvæmdastjóri, MSc í efnaverkfræði frá Norges Tekniske Högskole. Hún er félagi í VFÍ.
Elísabet hefur lokið námi sem EMS Lead Auditor fyrir bæði gæða- og umhverfisstjórnun hjá BSI og námi í kerfisbundinni öryggisstjórnun hjá Det Norske Veritas.
Hún hefur starfað sem verkfræðingur hjá Vinnueftirlitinu í Álasundi, Noregi, Dovre Safetec í Noregi, Vatnsveitu Reykjavíkur, sem sjálfstætt starfandi verkfræðingur, hjá Hönnun hf. Verkfræðistofu, Brunamálastofnun, Mannvirkjastofnun og Umhverfisstofnun. Elísabet hefur skipulagt og kennt á námskeiðum Brunamálaskólans fyrir eldvarnaeftirlitsmenn. Hún hefur haldið námskeið í áhættustýringum og hefur starfað sem ráðgjafi í uppsetningu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfa. Hún er skráður „Environmental Autitor“ hjá Institute of Environmental Management and Assessment (IEMA). Elísabet er prófdómari við Bachelor i Internasjonal beredskap námið hjá Háskólanum í Tromsö.
Meðal verkefna sem Elísabet hefur verkstýrt og unnið eru:
Brunavarnaáætlanir fyrir Langanesbyggð, Skaftárhrepp, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Áhættumat og greining á mannafla- og búnaðarþörf Brunavarna Suðurnesja vegna Keflavíkurflugvallar. Stjórnun slökkviliðasviðs Mannvirkjastofnunar, gerð og útgáfa leiðbeininga um brunavarnir og slökkvistarf og fræðsluefnis fyrir almenning. Gerð tillaga að reglugerðum og endurskoðun reglugerða á sviði brunavarna. Eftirlit með og úttektir á starfsemi slökkviliða. Innra eftirlit fyrir Vatnsveitu Garðabæjar, Kópavogs, Akraness, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Árborgar, Ölfushrepps og Hveragerðis. Verkefnisstjórnun umhverfisrannsókna á Grundartanga. Rekstrarhandbók fyrir Olíufélagið hf. Leiðbeiningar um öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir Vatnsfell. Vöktun umhverfis fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Umhverfis- og öryggisúttekt fyrir Hafnarsamlag Norðurlands. Umhverfis- og öryggisstjórnunarhandbók fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Gæðahandbók fyrir Þorgeir og Helga hf. Mat á umhverfisáhrifum fyrir stækkun Norðuráls í allt að 300.000 tonn. Áhættumat fyrir sementssíló hjá Hafnarfjarðarhöfn. Mat á öryggi varaaflsolíutanka Landsvirkjunnar.
elisabet@Inspectionem.is