Heiða Pálmadóttir, MSc í efnaverkfræði frá Norges Tekniske Högskole. Diplomanám í Fjármál og rekstur (Háskólanám með vinnu) við Háskólan í Reykjavík
meðal námsgreina þar er fjárhagsbókhald, stjórnun og stefnumótun fyrirtækja. Kennsluréttindi frá KHÍ. Hún er félagi í VFÍ.
Heiða er faglegur leiðtogi efnamælinga hjá Matís og hefur sinnt því starfi frá stofnun fyrirtækisins. Hún var áður deildarstjóri og sviðsstjóri útseldra mælinga hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins(Rf).
Heiða hefur unnið með faggildingu skv. staðlinum ISO 17025 vegna efna- og örverumælinga frá 1997. Hún hefur sinnt bóklegri og verklegri kennslu í efnafræði og matvælaefnafræði sem stundakennari HÍ við Læknadeild og Matvælaefnagreiningu nær óslitið frá 1982.
Auk þess hefur Heiða sinnt kennslu á ensku í Sjávarútvegsháskóla Háskóla Sameinuðuþjóðanna í sérnámi nemenda á „Quality Management of Fish Handling and Processing“ braut og umsjón með verkefnavinnu nemenda.
Hún hefur sótt fjölmörg námskeið sérstaklega í málum er varða stjórnun, stefnumótunarvinnu og gæðamál. Þar á meðal Laboratory Assessor Training Course. Tilgangur námskeiðsins var að kenna þáttakendum að taka út gæðakerfi, sérstaklega gæðakerfi rannsóknastofa, að skipuleggja og framkvæma slíka úttekt og dæma hvort gæðakerfi samrýmist ákveðnum stöðlum ( t.d EN 45001). Einnig var tilgangurinn að veita innsýn í starfsemi og gæðakerfi vottunarstofa. Námskeiðið sem byggðist upp á fyrirlestrum og æfingum var á vegum SWEDAC/Löggildingarstofu.
Heiða hefur setið í eftirfarandi nefndum: Eiturefnanefnd á vegum Heilbrigðisráðuneytis (1988-1991); Íslenska matvælarannsóknanefndin (2002-);Menntanefnd Verkrfæðingafélags Íslands (2014-).
heida@inspectionem.is