Kristinn Arnar Jóhannesson, Rafmagnstæknifræðingur. Kristinn er sjáfstætt starfandi tæknifræðingur og félagi í VFÍ. Hann hefur réttindi sem byggingarstjóri I og III og löggildingu hönnuða. Kristinn hefur A-réttindi (löggilding) til starfa við háspennu- og lágspennuvirki. Hann hefur starfað sem tæknifræðingur hjá Mannvirkjastofnun, hjá Fálkanum og Johan Rönning, HS veitum, Rafverktakafyrirtækinu Rafafli auk þess sem hann hefur starfað erlendis við uppsetningu búnaðar og tæknilega ráðgjöf.
Meðal verkefna sem Kristinn hefur verkstýrt og unnið eru:
Sérfræðingur í öryggisstjórnunarkerfum og gæðakerfum um rekstur rafveitna, orkuvinnslufyrirtækja og iðjuvera. Skoðunarreglur háspennuvirkja og lágspennuvirkja. Tilboðsgerðir af taæknibúnaði til iðjuvera og verktaka á háspennubúnaði úti og inni, dreifikerfum, lagnabúnaði í iðjuverum, virkjunum og eftirfylgni verkefna. Verkefnastjórnun um niðursetningu rafbúnaðar í fyrsta áfanga Járnblendiverksmiðjunar í Grundartanga og Hrauneyjarfossvirkjunar.
Vörustjórnun og markaðssetning rafbúnaðar háspennu og lágspennu.
kristinn@inspectionem.is