Banaslys á Íslandi 2018

Höfundur Guðmundur Gunnarsson

Búið til 2019-01-29 kl 11:43

Uppfært af Elísabet Pálmadóttir

Uppfært 2019-01-31 kl 13:46

Samkvæmt tölum sem unnar eru upp úr fréttum fjölmiðla urðu líklegast 32 banaslys á Íslandi árið 2018. Banaslys í umferðinni urðu alls 17 eða 53% allra slysa ársins en næst stærsti flokkur banaslysa er drukknanir þar sem 5 létust þar af þrír í ám og vötnum.
Erlendir ríkisborgarar sem létust í slysum eru alls 19 eða 59% allra sem létust og skiptast þau þannig að 10 létust í umferðarslysum en 8 létust í öðrum slysum þar af 4 í drukknunum. Flestir erlendu ríkisborgararnir sem létust voru frá Evrópu eða 10 en frá Bandaríkjunum voru 4 og 1 frá Asíu en ekki var gefið upp í fréttunum um þjóðerni fjögurra þeirra sem létust. Þrír þeirra erlendu ríkisborgara sem létust voru búsettir hér á landi en hinir voru ferðamenn og tengist ferðamennska nær helmingi allra banaslysa með einum eða öðrum hætti. Athygli vekur að erlendir ríkisborgarar eru í miklum meirihluta þeirra sem drukkna (80%) og þeirra sem farast vegna falls/hraps (100%). Almennt er slysatíðni erlendra ríkisborgara meira en tíföld slysatíðni Íslendinga sé miðað við að ferðamenn 2018 séu liðlega 2.3 millj. á ári og meðal dvalartími þeirra sé um 6.5 dagar (Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum. 2018. bls 16.).
Engir létust í flugslysum eða í snjóflóðum á liðnu ári.

Tafla 1 Skipting banaslysa á tegund slysa og þjóðerni hins látna.


FjöldihlutfallÍslendingarErlendir ríkisb.
Umferðarslys1753%41%59%
Brunar39%100%0%
Drukknun516%20%80%
Fall/hrap413%0%100%
Annað39%67%33%
Alls32  


Mynd 1 Banaslys á Íslandi 2018 skipt á orsakir. Íslendingar voru alls 13 eða 41% þeirra sem létust en erlendir ríkisborgarar voru 19 eða 59%.

Mynd 2 Manntjón á Íslandi 1968-2018. Alls hafa 122 farist í brunum í húsum á þessum tíma eða 2.38 á ári að meðaltali og 21 annarsstaðar, aðallega í skipum. Frá árinu 2000 hafa 28 manns látist í brunum eða 1.46 á ári að meðaltali sem er umtalsverð fækkun frá því fyrir aldamót.

Mynd 3 Þróun banaslysa á Íslandi frá árinu 1968 til 2018. Í byrjun tímabilsins voru sjóslys algengust en seinustu árin eru það umferðarslysin sem eru ráðandi. Slysatíðnin hefur farið úr 55 banaslysum á hverja 100 þús. íbúa niður í 9.2 en fór lægst í 4.9 árið 2014

Mynd 4 Bætt brunatjón íslensku tryggingarfélaganna frá 1981 á verðlagi 1.7.2018 (tjón 2018 er áætlað). Mesta tjónið var árið 2000 þegar bruninn varð í Ísfélagi Vestmannaeyja og 1989 þegar Krossanesverksmiðjan og Gúmmívinnustofan brunnu.