Aftur í: 2.2. KAFLI Gagnasafn og rannsóknir
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal starfrækja rafrænt gagnasafn fyrir upplýsingar um mannvirki og mannvirkjagerð. Eftirfarandi skal að lágmarki skrá í gagnasafnið: a. Lista yfir starfandi byggingarfulltrúa, löggilta hönnuði, byggingarstjóra með starfsleyfi og löggilta iðnmeistara, b. skoðunarhandbók [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1), c. staðfestingu á gæðastjórnunarkerfi hönnuða, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara, d. skrá um hönnunargögn, e. eftirlitsskýrslur, gátlista, úttektarvottorð og önnur gögn sem ákvarðanir leyfisveitanda eru byggðar á og sem varðveitt eru hjá honum, f. samþykkt byggingaráforma, byggingarleyfi og aðrar ákvarðanir leyfisveitanda, g. samþykktir sveitarfélaga um byggingarnefndir og framsal ákvörðunarvalds sem hafa verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda .
1) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.