6.13. KAFLI. Bréfakassar og dyrasímar

Aftur í: 6. HLUTI. AÐKOMA, UMFERÐARLEIÐIR OG INNRI RÝMI MANNVIRKJA

6.13.1. gr .Bréfakassar

Í þéttbýli og annars staðar þar sem póstútburður fer fram skulu vera kassar eða bréfarifur fyrir móttöku bréfapóstsendinga á eða við útihurðir ein-, tví- og þríbýlishúsa. Þar sem tvær íbúðir eða fleiri hafa sameiginlegt aðalanddyri skulu vera bréfakassasamstæður fyrir allar íbúðir sem nýta aðkomuna. Sama á við í atvinnuhúsnæði þar sem fleiri en einn aðili hefur starfsstöð .
Bréfarifur fyrir móttöku bréfapóstsendinga skulu vera minnst 25 x 260 mm að stærð og staðsettar þannig að fjarlægð frá gólfi (jörðu) að neðri jaðri bréfarifu sé ekki minni en 1,00 m og ekki meiri en 1,20 m .
Bréfakassasamstæður bygginga skulu staðsettar á [aðalinngangshæð]1). Lýsing við kassasamstæðu skal vera fullnægjandi .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 43. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

6.13.2. gr .Dyrasímar

Í fjölbýlishúsum með sameiginlegan aðalinngang skulu allar íbúðir útbúnar dyrasíma með opnunarbúnaði tengdum aðalinngangi .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.