14.7. KAFLI. Raflagnakerfi og raforkuvirki

Aftur í: 14. HLUTI. LAGNIR OG TÆKNIBÚNAÐUR

14.7.1. gr .Kröfur

Um raflagnatákn á séruppdráttum gilda ákvæði staðals IEC 60617 .
Um raflagnir, rafkerfi, rafföng, frágang þeirra og meðferð gilda ákvæði reglugerðar um raforkuvirki ásamt tæknilegum tengiskilmálum rafveitna .
Um brunaviðvörunarkerfi gilda ákvæði ÍST EN 54 og leiðbeiningar [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) .
Inntakskassar fjarskiptalagna, rafrænna gagnaveitna og tengikassar sem tilheyra fleiri en einni íbúð eða starfsstöð skulu vera staðsettir í sameign. [Í fjölbýlishúsum skal koma fyrir tengilista í inntakskassa þar sem heimtaug tengist við innanhússfjarskiptalögn.]3) Kassarnir skulu annaðhvort innsiglaðir eða læstir. Um fjarskiptalagnir gilda ákvæði reglugerðar um leynd og vernd fjarskipta.
[Við hönnun raf- og fjarskiptalagna í íbúðarhúsum skal stuðst við staðl­ana ÍST 150 og ÍST 151. Fjarskiptalagnir í öllum mannvirkjum skulu að lágmarki upp­fylla kröfur ÍST 151 um lagnaleiðir.]3)
[Við hönnun raflagna í íbúðarhúsum skal stuðst við staðlana ÍST 150 og ÍST 151]1) .
Óheimilt er að nota loftræsilagnir sem lagnaleiðir fyrir raflagnir .
1) Rgl. 669/2018, 7. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 58. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.