100. Ákvæði til bráðabirgða

Aftur í: Efnisyfirlit

1. Að fenginni skriflegri ósk umsækjanda um byggingarleyfi er leyfisveitanda heimilt við útgáfu byggingarleyfa, til [15. apríl 2013]1), að ákveða að um viðkomandi mannvirkjagerð gildi ákvæði eldri byggingarreglugerðar, nr. 441/1998, með síðari breytingum varðandi þá þætti er falla undir ákvæði 6. til 16. hluta þessarar reglugerðar, að því leyti sem slíkt samræmist ákvæðum laga nr .
160/2010 um mannvirki. Í umsókn um byggingarleyfi skal gera ítarlega grein fyrir því á hvern hátt og varðandi hvaða þætti óskað er eftir að eldri reglum sé beitt. Sé heimild þessi veitt skal það koma fram við samþykkt byggingaráforma, í byggingarleyfi og á aðaluppdráttum og efni hennar tilgreint eftir atvikum nánar í sérstöku fylgiskjali með aðaluppdrætti .
2. Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa frest til 1. janúar 2018 til að afla sér faggildingar í samræmi við ákvæði 3.2. kafla. Fyrir 1. janúar 2015 skulu Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar hafa komið sér upp gæðastjórnunarkerfi .
3. Hönnuðir, hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistarar hafa frest til 1. janúar 2015 til að uppfylla ákvæði 4.6.1., 4.8.1. og 4.10.2. gr. um gæðastjórnunarkerfi .
4. Byggingarstjóri sem hlýtur starfsleyfi á tímabilinu frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2014 skal tilkynna Mannvirkjastofnun um gæðastjórnunarkerfi sitt til samþykktar og skráningar í gagnasafn stofnunarinnar fyrir 1. janúar 2015 .
5. Krafa reglugerðar þessarar um að eftirlit skuli fara fram í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka tekur gildi 1. janúar 2015 .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 60. gr .Umhverfisráðuneytinu, 24. janúar 2012 .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017 og í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018.