15.2.3. gr .Skrá yfir hættuleg efni

Aftur í: 15.2. KAFLI. Efnisval og úrgangur

Við byggingu mannvirkja skal leitast við að nota byggingarefni sem hvorki eru skaðleg heilsu né umhverfi .
Vinna við niðurrif á asbesti í byggingum skal fara fram í samræmi við reglugerð um bann við notkun asbests á vinnustöðum og reglugerð um asbestúrgang .
Áður en framkvæmdir hefjast skal við breytingu eða niðurrif eldri byggingar kannað hvort innan hennar séu byggingarhlutar, byggingarefni eða lagnir sem geta verið mengandi eða hættulegar heilsu .
Gera skal lista yfir öll varasöm efni í byggingum sem kunna að vera hættuleg eða mengandi, vegna verka sem falla undir b- til d-lið 1. mgr. 15.2.2. gr. Skal slíkur listi dagsettur og undirritaður og innihalda skrá yfir eftirfarandi þætti:
a. Byggingarár viðkomandi byggingar,
b. niðurstöður efnisprófana, hafi þær verið framkvæmdar,
c. tegund og magn hættulegra efna,
d. staðsetningu efnanna, merkta á teikningu eða ljósmynd,
e. hvernig ákvarðað hafi verið hvort um hættulegt efni væri að ræða,
f. þá aðferð sem notuð var við að fjarlægja efnin,
g. hvar og hvernig fyrirhugað sé að skila efnunum til viðurkenndrar móttökustöðvar og
h. töflu yfir hættulegu efnin.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.