4.8.1. gr .Kröfur

Aftur í: 4.8. KAFLI Gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra

Byggingarstjóri skal hafa gæðastjórnunarkerfi . Byggingarstjóri skal í upphafi hvers byggingarleyfisskylds verks skilgreina það innan síns gæðastjórnunarkerfis. Gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra skal a.m.k. fela í sér: a. Staðfestingu á hæfni og endurmenntun byggingarstjóra, b. skrá um innra eftirlit byggingarstjóra vegna einstakra framkvæmda og lýsingu á því, c. skrá yfir móttekin hönnunargögn, d. skrá yfir leiðbeiningar og samskipti við byggingaryfirvöld og aðra eftirlitsaðila, e. [skrá yfir iðnmeistara, þá verkþætti sem þeir bera ábyrgð á og athugasemdir við störf þeirra,]1) f. skrá yfir áfangaúttektir og niðurstöður ásamt öryggisúttekt, g. skrá yfir hönnunarstjóra, hönnuði og athugasemdir til þeirra vegna hönnunargagna, h. skráningu á öðrum ákvörðunum og athugasemdum byggingarstjóra og i. lýsingu á lokaúttekt og undirbúningi hennar þar sem m.a. er gengið frá skýrslu yfir allar úttektir, frágangi handbókar, þ.m.t. er lýsing á verki og skrá um samþykkt hönnunargögn .
Byggingarstjóri skal tilkynna Mannvirkjastofnun um gæðastjórnunarkerfi sitt til skráningar í gagnasafn stofnunarinnar. Sé gæðastjórnunarkefi byggingarstjóra ekki vottað af faggiltri vottunarstofu skal Mannvirkjastofnun gera úttekt á gerð þess og virkni .
1) Rgl. nr. 360/2016, 4. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017 og í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018.