6.2.4. gr.]1) Bílastæði hreyfihamlaðra

Aftur í: 6.2. KAFLI. Aðkoma og staðsetning

Bílastæði hreyfihamlaðra skulu vera sérstaklega merkt á yfirborði og einnig með lóðréttu skilti. Þau skulu vera sem næst aðalinngangi bygginga, ekki fjær en u.þ.b. 25 m. […]2) Hindrunarlaus leið skal vera frá bílastæðum hreyfihamlaðra að aðalinngangi byggingar .
Bílastæði hreyfihamlaðra og umferðarleiðir frá þeim að aðalinngangi byggingar skulu vera upphituð þar sem því verður við komið .
[[Bílastæði hreyfihamlaðra skulu vera 3,80 m x 5,00 m að stærð eða 2,80 m x 5,00 m með hindrunarlausu 1,00 m breiðu umferðarsvæði samsíða. Bílastæði [hreyfihamlaðra]5) skulu vera með tryggu aðgengi að gönguleiðum.] 2) Eitt af hverjum fimm bílastæðum fyrir hreyfihamlaða, þó aldrei færri en eitt, skal vera 4,5 m x 5,0 m að stærð og við enda þeirra athafnasvæði, um 3 m að lengd. Bílastæði hreyfihamlaðra sem eru samsíða akbraut skulu vera 2,5 m x 8,0 m að stærð og þess gætt að hindrunarlaust svæði sé samsíða stæðunum gangstéttarmegin 2,0 m x 8,0 m að stærð .
[Fjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða við íbúðarhús, önnur en sérbýlishús, skal að lágmarki vera samkvæmt töflu 6.01. Þegar um fleiri íbúðir er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hverjar byrjaðar 25 íbúðir .

Tafla 6.01 Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða við íbúðarhús, önnur en sérbýlishús

Fjöldi íbúða:Bílastæði fyrir hreyfihamlaða:
1-101
11-202
21-403
41-654

Við samkomuhús, s.s. kvikmyndahús, skemmtistaði, veitingastaði, leikhús, félagsheimili, íþróttamannvirki, ráðstefnusali, tónlistarsali eða aðrar slíkar byggingar skal lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða vera skv. töflu 6.02. Þegar sætafjöldi samkomuhúss er meiri bætist við eitt bílastæði fyrir hver byrjuð 300 sæti.

Tafla 6.02 Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða við samkomuhús .

Fjöldi sæta:Bílastæði fyrir hreyfihamlaða:
1-1001
101-2002
201-3003
301-4004
401-5005
501-7006
701-9007
901-1.1008
1.101-1.3009
1.301-1.50010

Ef fjöldi bílastæða á lóð annarra bygginga en falla undir 5. og 6. mgr. er ákvarðaður í skipulagi skal lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða á lóð vera skv. töflu 6.03. Þegar um fleiri stæði er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hver byrjuð 200 stæði. Ætíð skal að lágmarki gera ráð fyrir einu stæði fyrir hreyfihamlaða. [Á þéttingarreitum miðsvæða samkvæmt skipulagi er heimilt, þegar sérstaklega stendur á, að bílastæði fyrir hreyfihamlaða liggi að lóð en þá skal gætt sérstaklega að fjarlægðarmörkum að aðalinngangi samkvæmt 1. mgr. og athafnasvæði samkvæmt 4. mgr. Þetta er þó aðeins heimilt sé ekki unnt að koma slíkum bílastæðum fyrir á lóð byggingar. Slík bílastæði skulu vera sérmerkt viðkomandi lóð eða starfsemi og lóð.]5)

Tafla 6.03 Aðrar byggingar. Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða þar sem fjöldi almennra bílastæða er ákveðinn í skipulagi .

Fjöldi bílastæða:Þar af fyrir hreyfihamlaða:
1-91
10-252
26-503
51-754
76-1005
101-1506
151-2007
201-3008

Ef fjöldi bílastæða á lóð bygginga, annarra en falla undir 5. og 6. mgr., er ekki ákvarðaður í skipulagi skal lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða vera skv. töflu 6.04. Þegar um fleiri starfsmenn/gesti er að ræða bætist við eitt stæði fyrir hverja byrjaða 200 starfsmenn/gesti.
[Á þéttingarreitum miðsvæða samkvæmt skipulagi er heimilt, þegar sérstaklega stendur á, að bílastæði fyrir hreyfihamlaða liggi að lóð en þá skal gætt sérstaklega að fjarlægðarmörkum að aðalinngangi samkvæmt 1. mgr. og athafnasvæði samkvæmt 4. mgr. Þetta er þó aðeins heimilt sé ekki unnt að koma slíkum bílastæðum fyrir á lóð byggingar. Slík bílastæði skulu vera sérmerkt viðkomandi lóð eða starfsemi og lóð.]5)

Tafla 6.04 Aðrar byggingar. Lágmarksfjöldi bílastæða fyrir hreyfihamlaða þar sem fjöldi almennra stæða er ekki ákveðinn í skipulagi .

Fjöldi starfsmanna og gesta:Bílastæði fyrir hreyfihamlaða:
1-201
21-402
41-803
81-1204
121-1605
161-2006
201-3007
301-4008
401-5009
501-60010

Ávallt skal gera ráð fyrir bílastæðum sem henta fyrir hreyfihamlaða í bílgeymslum sem almenningur hefur aðgang að. Leitast skal við að hafa bílastæði sem henta hreyfihömluðum í sameiginlegum bílgeymslum íbúðarhúsa í samræmi við fyrirkomulag eignarhalds í bílgeymslunni og fjölda íbúða sem hún tilheyrir. Fækka má bílastæðum á lóð mannvirkis samkvæmt töflum 6.01-6.04 sem nemur fjölda sérmerktra stæða fyrir hreyfihamlaða í sameiginlegri bílgeymslu, enda sé tryggt að gestkomandi hafi ávallt aðgang að hluta
stæðanna.] 4)
Sveitarfélagi er heimilt að gera frekari kröfur um fjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða.

[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]6) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
[Sé bílastæði hreyfihamlaðra staðsett utan lóðar á svæði í umráðum sveitarfélags skal liggja fyrir samkomulag milli lóðarhafa og sveitarstjórnar um afnotarétt af slíkum bílastæðum auk þess sem þau skulu vera sérmerkt viðkomandi lóð eða starfsemi og lóð.
Aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafbíla við bílastæði hreyfihamlaðra skal vera gott og hindrunarlaust.]5)
1) Rgl. nr. 280/2014, 7. gr .
2) Rgl. nr. 360/2016, 6. gr .
3) Rgl. nr. 280/2014, 8. gr .
4) Rgl. nr. 1173/2012, 12. gr .
5) Rgl. nr. 1278/2018, 26. gr.
6) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.