6.4.4. gr. [Gangar og anddyri

Aftur í: 6.4. KAFLI. Umferðarleiðir innan bygginga

Meginreglur: Eftirfarandi meginreglur gilda um anddyri og ganga:
1. Breidd ganga og annarra umferðarleiða skal vera fullnægjandi svo þeir anni þeirri umferð sem gert er ráð fyrir að verði innan byggingarinnar .
2. Innan íbúða skal breidd ganga vera a.m.k. 1,10 m .
3. Frágangur umferðarleiða innan bygginga skal vera þannig að yfirborð þeirra henti umferð allra einstaklinga .
4. Um byggingar sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar gildir eftirfarandi:
a. [Hindrunarlaus breidd ganga og svalaganga skal að lágmarki vera 1,30 m þar sem umferð telst lítil.]2)
b. [Utan við hurðir, á gangi eða svalagangi, skal vera hindrunarlaus flötur, minnst 1,50 m x 1,50 m, en þó 1,80 m x 1,80 m þar sem umferð er mikil. Heimilt er að víkja frá þessu fyrir framan íbúðir minni en 55 m².]2) Heimilt er að víkja frá þessu við geymslur í sameign .
[…]2)
[c.]2) Innan íbúða skal tryggt fullnægjandi athafnasvæði fyrir hjólastól, minnst 1,50 m x 1,50 m framan við hurðir en a.m.k. 1,30 m x 1,30 m í íbúðum minni en 55 m² .
[d.]2) Anddyri innan íbúða skulu vera með hindrunarlausu svæði sem er a.m.k. 1,50 m x 1,50 m að stærð en a.m.k. 1,30 m x 1,30 m í íbúðum minni en 55 m².]3) [Viðmiðunarreglur: Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um anddyri og ganga bygginga sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar :
1. Þar sem umferð telst mikil eða þar sem umferðarleið innan byggingar er löng og án sérstakra útskota til mætingar hjólastóla, skal hindrunarlaus breidd umferðarleiða ekki vera minni en 1,80 m .
2. Á göngum sem eru mjórri en 1,50 m skal vera mætingarsvæði hjólastóla, 1,50 m x 1,50 m að stærð með hæfilegu millibili miðað við þá umferð sem vænta má um ganginn. Þar sem umferð er mikil skal mætingarsvæði vera 1,80 m x 1,80 m .
3. Í stórum opnum rýmum skal gera ráð fyrir leiðarlistum fyrir blinda og sjónskerta.]2) Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]1) 1) Rgl. nr. 350/2013, 15. gr .2) Rgl. nr. 360/2016, 8. gr .3) Rgl. nr. 280/2014, 11. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018 og í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018.