6.4.8. gr .Stigar og tröppur – breidd og lofthæð

Aftur í: 6.4. KAFLI. Umferðarleiðir innan bygginga

Tröppur og stigar bygginga skulu vera það breiðir að þeir anni fyrirhugaðri umferð. Þeir skulu þannig gerðir að auðvelt sé að fara um þá með sjúkrabörur. Þetta á einnig við þegar lyfta er í byggingu .
Breidd stiga í byggingu skal mæla frá fullfrágengnum vegg að handriði. Sé handrið báðum megin, skal mæla breidd milli handriða .
[Stigar bygginga skulu almennt vera jafn breiðir þeim gangi sem liggur að þeim. Stigar fyrir almenna umferð innan íbúðar skulu vera minnst 0,90 m breiðir. [Stigar sem þjóna fleiri en einni íbúð skulu vera minnst 1,00 m að breidd ef í viðkomandi húsi er til staðar lyfta sem tekur sjúkrabörur, þ.e. lyfta með innanmál a.m.k .
1,10 m x 2,10 m, annars skal breidd stiga vera minnst 1,20 m. Stigar sem þjóna fleiri en einu fyrirtæki o.þ.h .
skulu vera minnst 1,20 m að breidd.]2) Breidd stiga skal þó vera þannig að kröfur um flóttaleiðir séu uppfylltar, sbr. 9. hluta.]1) Hindrunarlaus ganghæð í stigum bygginga skal vera minnst [2,10]3) m .
[[Breidd útitrappa að aðalinngangi bygginga skal vera a.m.k. 1,20 m með hindrunarlausa ganghæð a.m.k .
2,10 m.]3) Stigar/tröppur við bakinngang og á öðrum stöðum þar sem gert ráð fyrir takmörkuðum umgangi, skulu vera a.m.k. 0,90 m breiðir. Stigar/tröppur af svölum íbúðar niður í garð mega þó vera að lágmarki 0,60 m að breidd, mælt milli handlista.]1) [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]4) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 18. gr .2) Rgl. nr. 360/2016, 9. gr .3) Rgl. nr. 280/2014, 13. gr .
4) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.