6.4.9. gr .Stigar og tröppur – Gönguhlutfall, framstig, uppstig, skilgreiningar o.fl .

Aftur í: 6.4. KAFLI. Umferðarleiðir innan bygginga

Halli á stigum fyrir almenna umferð innanhúss skal vera á bilinu 30° - 36° og hlutfall milli uppstigs og framstigs vera á bilinu 2h + b = 600 - 640 mm mælt í miðju stiga. Uppstig þrepa skal vera á bilinu 120 - 180 mm. Framstig þrepa má aldrei vera minna en 240 mm í ganglínu sé stigi milli tveggja hæða en 260 mm sé hann fyrir fleiri hæðir. Þar sem framstig er minna en 300 mm skal vera innskot (t.d. þannig að frambrún tröppu halli), slíkt innskot telst ekki til framstigs. Breidd innskots og framstigs skal samanlagt ekki vera minna en 300 mm. Sama uppstig og sama framstig þrepa skal vera á öllum hæðum sama stiga og skal framstig vera lárétt .
Fyrir aðra stiga innanhúss en greinir í 1. mgr. skal hlutfall milli uppstigs og framstigs eða hæð uppstigs vera eftirfarandi: a. Ef halli er minni en 30°: 4h + b = 940 - 980 mm .
b. [Ef halli er frá 30° til 45°: 2h + b = 600 - 640 mm.]1) [c.] Ef halli er frá 45° til 60°: uppstig = 200 - 220 mm .
[d.] Ef halli er frá 60° til 75°: 4/3h + b = 500 - 520 mm .
[e.] Ef halli er meiri en 75° (klifurstigi): h = 310 - 330 mm. Breidd klifurstiga skal að jafnaði ekki vera meiri en 500 mm og með handriði báðum megin .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 19. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.