6.5.1. gr .Almennt

Aftur í: 6.5. KAFLI. Handrið og handlistar

Handrið skal vera á öllum svölum bygginga, stigum, tröppum, pöllum, [skábrautum]1) og annars staðar þar sem hætta er á falli .
Handrið og handlistar skulu vera af fullnægjandi efnisgæðum og styrk og uppfylla allar kröfur til burðarþols og endingar sem fram koma í þessari reglugerð og þeim stöðlum sem hún vísar til. Handrið skal hanna þannig að það verji fólk falli og að ekki séu möguleikar á að klifra í því .
Handrið/handlistar skulu vera báðum megin á öllum stigum/tröppum [og skábrautum]1). [Víkja má frá þessu í íbúðarhúsnæði ef lyfta er í húsinu og stiginn liggur að vegg.]2) Á stiga eða tröppu sem er 0,9 m breið [eða mjórri]1), sbr. 6.4.8. gr., og liggur að vegg er þó heimilt að hafa eitt handrið/handlista. [Einnig er heimilt, í byggingum þar sem ekki er gerð krafa um algilda hönnun, að sleppa öðrum handlista í stigum sem eru mjórri en 1,30 m og liggja að vegg, ef sýnt er fram á að unnt sé að koma handlista fyrir síðar þannig að uppfylltar séu kröfur um lágmarksbreidd stiga.]3) Mesta bil milli handriða í stigum/tröppum/skábrautum má vera 2,70 m. Fari breiddin yfir það skal bæta við auka handlistum .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]4) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 23. gr .2) Rgl. nr. 360/2016, 10. gr .3) Rgl. nr. 350/2013, 19. gr .
4) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.