6.5.4. gr .Hæð handriðs

Aftur í: 6.5. KAFLI. Handrið og handlistar

Hæð handriða í stigum og tröppum byggingar skal bæði mæla frá fremstu brún þreps og frá yfirborði stigapalls að efri brún handriðs .
[Handrið innan íbúðar skal minnst vera 0,90 m að hæð. Handrið stigapalla, stiga og trappa utan íbúða skulu aldrei vera lægri en 0,90 m. Þar sem ljósop [milli stiga­hlaupa]2) er breiðara en 0,30 m eða stigi snúinn skal handrið vera minnst 1,20 m á 3. hæð byggingar og ofar. Handrið veggsvala skulu vera minnst 1,10 m að hæð, nema á hæðum ofan 2. hæðar, þar sem hæð handriðs skal vera minnst 1,20 m.]1) Þar sem aðalinngangur íbúðar er um svalagang skal handrið svalaganga ekki vera lægra en 1,20 m .
Handrið á útitröppum skulu vera í samræmi við kröfur reglugerðarinnar um hæð annarra handriða og aldrei vera lægri en 0,90 m. [Þar sem ekki er fallhætta til hliðar í útitröppum er gerð krafa um handlista og skal hann aldrei vera lægri en 0,90 m.]1) [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]3) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar .
1) Rgl. nr. 350/2013, 21. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr. 2) Rgl. nr. 977/2020, 17. gr.
3) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.