6.8.4. gr .Fjöldi og gerð snyrtinga

Aftur í: 6.8. KAFLI. Byggingar til annarra nota en íbúðar

[Í skólum, samkomuhúsum, veitingastöðum og öðrum byggingum sem almenningur hefur aðgang að og þar sem fólk safnast saman innan bygginga skal fjöldi salerna og handlauga vera að lágmarki skv. töflu 6.06 .
Um salerni á vinnustöðum gilda reglur Vinnueftirlits ríkisins um húsnæði vinnustaða. Heilbrigðisnefnd getur gert ítarlegri kröfur .

Tafla 6.06 Fjöldi salerna og handlauga .


Fjöldi gesta:Fjöldi salernaFjöldi handlauga
1-1511
15-3022
31-5533
Fjöldi tækja skal aukinn um eitt fyrir hverja byrjaða 25 gesta fjölgun .

Heimilt er, þar sem salerni eru aðskilin fyrir konur og karla, að fækka salernum fyrir karla og setja í staðinn þvagskálar. Í slíkum tilvikum skal þó aldrei fækka salernum fyrir karla um meira en þriðjung. Fjöldi tækja fyrir konur þar sem salerni eru aðskilin skal að lágmarki vera skv. töflu 6.06. Þar sem gera má ráð fyrir miklu tímabundnu álagi skal auka fjölda tækja til samræmis við áætlaða þörf .
Heimilt er að víkja frá ákvæðum um lágmarksfjölda í töflu 6.06 þegar fjöldi gesta er umfram 130 og skulu hönnuðir þá gera grein fyrir forsendum heildarfjölda salerna í greinargerðum sínum .
Hvert salerni skal vera í læsanlegu, lokuðu rými. Veggir skulu að jafnaði þannig frágengnir að hvorki sé bil við gólf né við frágengið loft rýmisins. Kröfur þessarar greinar eiga einnig við um breytingu á þegar byggðu húsnæði .
Gólf snyrtinga skulu uppfylla kröfur til votrýma og þannig frágengin að ekki sé hætta á hálku í bleytu.]1) 1) Rgl. nr. 1173/2012, 35. gr

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.