6.8.6. gr .Búningsherbergi og baðaðstaða á vinnustöðum

Aftur í: 6.8. KAFLI. Byggingar til annarra nota en íbúðar

Búningsherbergi og baðaðstaða innan bygginga á vinnustöðum skal vera í samræmi við kröfur Vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðiseftirlits. Staðsetning þessara rýma skal vera í eðlilegum tengslum við vinnurými .
Baðaðstaða á vinnustöðum skal uppfylla kröfur til votrýma. Baðaðstaða og búningsherbergi skulu aðskilin nema bæði rýmin uppfylli kröfur til votrýma .
Gólf baðherbergja og baðaðstöðu á vinnustöðum skulu uppfylla kröfur til votrýma og skulu þannig frágengin að ekki sé hætta á hálku í bleytu .
[Í búningsaðstöðu vinnustaðar þar sem gerð er krafa um algilda hönnun skal vera hindrunarlaust athafnarými sem er a.m.k. 1,80 m að þvermáli.]1) Um fjölda sturta og handlauga í tengslum við búningsherbergi starfsmanna skal fylgja ákvæðum í reglum um húsnæði vinnustaða .
1) Rgl. nr. 350/2013, 33. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.