6.9.1. gr .Samkomuhús

Aftur í: 6.9. KAFLI. Samkomuhús, verslunarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði, skólar o.fl.

Ákvæði 6.9. kafla gilda um þær byggingar sem hafa samheitið samkomuhús en til þeirra teljast m.a .
félagsheimili, leikhús, kvikmyndahús, veitingastaðir, byggingar með fundarsölum, sýningarsölum, fyrirlestrarsölum, íþróttasölum og veitingasölum o.s.frv. Enn fremur kirkjur, safnaðarheimili og aðrar byggingar með sambærilega notkun .
Samkomusalir í samkomuhúsum skulu eftir því sem við á vera búnir tónmöskvakerfi eða öðru sambærilegu kerfi m.t.t. heyrnarskertra .
Í hverju samkomuhúsi skal vera rými fyrir hjólastóla meðal áhorfendasæta er nemur a.m.k. 1% af sætafjölda, þó aldrei færri en eitt sæti

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.