6.9.3. gr .Skólar

Aftur í: 6.9. KAFLI. Samkomuhús, verslunarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði, skólar o.fl.

Flatarmál og rúmmál hefðbundinna stofa í skólum, leikskólum og öðrum samsvarandi byggingum, þ.m.t .
frístundaheimilum, skal vera í eðlilegu samræmi við fjölda nemenda/barna og starfsmanna .
Almennt skal miðað við að leikrými fyrir hvert barn sé minnst 3,0 m² á leikskólum og öðrum sambærilegum stöðum þar sem börn eru vistuð .
Rými fyrir hvern nemanda í hefðbundnum skólastofum skal minnst vera 6,0 m³. Um flatarmál skólastofa gilda ákvæði reglugerðar um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða .
Í skólum skal komið fyrir læsanlegum skápum fyrir lyf og hættuleg efni .
Ekki er heimilt að hafa kennslurými í skólahúsnæði og öðrum byggingum niðurgrafin. Heimilt er að hafa önnur íverurými innan skólahúsnæðis niðurgrafin ef uppfylltar eru kröfur 6.7.4.gr. til íbúðarhúsnæðis .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.