6.11.1. . gr .[Frístundahús .

Aftur í: 6.11. KAFLI. Aðrar byggingar

Almennar hollustuháttakröfur íbúða gilda um frístundahús. Rýmiskröfur íbúða gilda ekki um frístundahús .
Um öflun vatns, hreinlæti og rotþrær við frístundahús fer eftir ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um fráveitur. Hreinlætisaðstaða skal vera í samræmi við fyrirhugaða notkun, að lágmarki fullbúin snyrting ásamt baðaðstöðu .
Frístundahús skulu einangruð skv. ákvæðum 13. hluta þessarar reglugerðar .
Þar sem frístundahús eru til útleigu í atvinnuskyni eða á vegum félagasamtaka, s.s. stéttarfélaga, skal að minnsta kosti eitt frístundahús af hverjum [tíu]2) sem eru í eigu sama aðila, þó aldrei færri en eitt, vera hannað á grundvelli algildrar hönnunar .
Frístundahús sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar skulu að lágmarki uppfylla eftirfarandi kröfur:
a. Aðkomuleiðir skulu uppfylla ákvæði 6.2. kafla .
b. [Hindrunarlaust umferðarmál allra dyra skal vera minnst 0,80 m breitt og hæð minnst 2,00 m.]2) c. Þröskuldar skulu ekki vera hærri en 25 mm .
d. Baðherbergi skal uppfylla kröfur um aðgengi fyrir hreyfihamlaða .
e. Baðherbergishurð skal opnast út eða vera rennihurð .
f. [Í einu herbergi, stofu, baðherbergi og í eldhúsi skal vera hindrunarlaust athafnarými, a.m.k. 1,50 m að þvermáli [eða 1,30 m x 1,80 m]3).]2) g. Staðsetning búnaðar og tækja í baðherbergjum skal vera skv. leiðbeiningum [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]3).
h. Baðaðstaða skal vera þrepa- og þröskuldalaus .
i. Umferðarleiðir skulu henta hreyfihömluðum .
[Húsnæðis- og [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]4)]3) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.]1)
1) Rgl. nr. 350/2013, 37. gr.
2) Rgl. nr. 280/2014, 26. gr .
3) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr. 3) Rgl. nr. 977/2020, 23. gr
4) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.