Aftur í: 6.12. KAFLI. Tæknirými
Klefa eða herbergi fyrir loftræsitæki skal hanna og staðsetja þannig í byggingum að auðvelt sé að komast að tækjum og stjórnbúnaði til eftirlits, viðhalds og viðgerða. Jafnframt skal við hönnun og staðsetningu tryggt að ákvæði þessarar reglugerðar um hljóðvist séu uppfyllt og ekki verði ónæði vegna titrings .
Stærð klefa eða herbergis fyrir loftræsitæki skal ákvarða út frá umfangi loftræsikerfis .
Gólfniðurfall skal vera í klefa eða herbergi fyrir loftræsitæki og skulu gólf vera vatnsþétt .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.