Aftur í: 6.12. KAFLI. Tæknirými
Í öðrum byggingum en þeim sem ætlaðar eru til íbúðar skulu vera fullnægjandi loftræstir ræstiklefar sem rúma ræstivask og ræstibúnað. Í ræstiklefa skal vera vaskur og gólfniðurfall. [...]1) Miða skal við að ræstiklefi fylgi hverjum eignarhluta eða hæð í byggingu. Hurðir í dyrum ræstiklefa skulu almennt opnast út og vera læsanlegar .
Ræstiklefi skal vera á hverri hæð byggingar eða aðgangur að lyftu þannig að greiður aðgangur sé að ræstiklefa .
Frágangur ræstiklefa í byggingum skal uppfylla kröfur til votrýma í þessari reglugerð .
1) Rgl. nr. 350/2013, 41. gr .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.