13.2.3. gr .Útreikningur heildarleiðnitaps

Aftur í: 13.2. KAFLI. Heildarorkuþörf, ákvörðun U-gilda og heildarleiðnitap

Heildarleiðnitap skal reiknað fyrir allar nýbyggingar. [Hönnunargögnum sem afhent eru leyfisveitanda skal ávallt fylgja útreikningur á heildarleiðnitapi.]1) Heildarleiðnitap mannvirkis, að teknu tilliti til kuldabrúa og U-gilda allra viðeigandi byggingarhluta þess, skal ekki verða hærra en fæst þegar einvörðungu er tekið mið af nettóflatarmáli byggingarhluta og hámarks U-gildum skv. ákvæðum þessarar reglugerðar, sbr. töflu 13.01 .
1) Rgl. nr. 1173/2012, 55. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.