Aftur í: 10.2. KAFLI. Loftgæði og loftræsing
Leitast skal við að staðsetja loftinntak í byggingu þannig að ferskloftið sé eins hreint og framast er unnt .
[Almennt skal neðri brún loftinntaks vélrænna loftræsikerfa í þéttbýli ekki vera nær jörðu en 4,0 m frá frágengnu jarðvegsyfirborði.]1) Frágangur loftinntaks skal vera þannig að hættan á því að regnvatn eða snjór geti borist inn í inntakið sé takmörkuð eins og framast er unnt .
Loftinntak og útblástursop í byggingum skulu þannig hönnuð og staðsett að ekki sé hætta á því að loft frá útblástursopi eða mengunaruppsprettu geti borist að loftinntaki .
[Opnun upp úr þaki í lyftum skal vera a.m.k. 1% af flatarmáli lyftuganga.]1) 1) Rgl. nr. 1173/2012, 45. gr .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.