10.2.7. gr .Loftræsing atvinnuhúsnæðis

Aftur í: 10.2. KAFLI. Loftgæði og loftræsing

[Magn fersklofts í atvinnuhúsnæði og byggingum ætluðum almenningi skal að lág­marki vera 7,0 l/s á mann.]2) Að jafnaði skal magn fersklofts í atvinnuhúsnæði og byggingum ætluðum almenningi að lágmarki vera 7,0 l/s á mann, þegar ekki er gert ráð fyrir mikilli áreynslu eða hreyfingu. Sé áreynsla eða hreyfing mikil innan rýmisins skal auka magn fersklofts þannig að loftgæði séu fullnægjandi .
Í rýmum bygginga skv. 1. mgr. þar sem lykt, mengun eða önnur óþægindi eru frá byggingarefnum eða búnaði innanhúss, skal magn fersklofts vera minnst 0,7 l/s á m² gólfflatar meðan byggingin eða rýmin eru í notkun. Þegar byggingin er ekki í notkun skal magn fersklofts vera minnst 0,2 l/s á m² gólfflatar .
[Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar. Í leiðbeiningunum skal m.a. skilgreina lágmarksgildi sem höfð skulu til viðmiðunar við hönnun loftræsingar í einstökum rýmum bygginga skv. þessari grein.]1) 1) Rgl. nr. 1173/2012, 49. gr .
[
1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr.
2) Rgl. nr. 977/2020, 54. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.