10.5.4. gr .[Regnvörn þaka og lágmarkshalli

Aftur í: 10.5. KAFLI. Raki

Meginreglur:
Tryggja skal fullnægandi vatnsþéttleika þaka og að ekki verði uppsöfnun vatns. Efnisval aðalregnvarna skal henta þakhalla þannig að tryggður sé fullnægjandi þéttleiki að teknu tilliti til aðstæðna. Á viðsnúnum þökum skal tryggja nægar þerrileiðir og halla þannig að vatn geti ekki safnast upp undir og/eða í einangruninni .
Viðmiðunarreglur:
Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda um regnvörn þaka og lágmarkshalla:
1. Þakhalli bygginga skal vera eftirfarandi og miðast við tilgreinda aðalregnvörn:
a. Bárujárn á pappaklætt undirþak klætt með borðaklæðningu eða rakaþolnum plötum (14°) 1:4
b. Læstar málmklæðningar – einfaldur fals (11°) 1:5
c. Læstar málmklæðningar – tvöfaldur fals (4°) 1:15
d. Pappaþak (minnst 2 lög) 1:40
e. Þakdúkur 1:40
f. Viðsnúin þök 1:40
2. Ef um aðra efnisnotkun er að ræða en tilgreind er í 1. tölul. skal leyfishafi afhenda leyfisveitanda prófun sem seljandi efnisins útvegar frá faggiltri rannsóknarstofu um fullnægjandi vatnsþéttleika efnisins við fyrirhugaðar aðstæður eða frá rannsóknarstofu sem [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) samþykkir .
Ákvæði þessarar greinar eiga ekki við um einföld skýli, s.s. einfaldar óeinangraðar landbúnaðarbyggingar, opin bílskýli eða opnar bílgeymslur þar sem ekki er gerð krafa um fulla regnvörn þaks og ekki er hætta á skemmdum byggingarhluta vegna raka og leka.]1) 1) Rgl. nr. 350/2013, 48. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.