8.5.1. gr .Timbur

Aftur í: 8.5. KAFLI. Timbur og gler

Timbur sem nota á í burðarvirki skal vera styrkleikaflokkað skv. ÍST INSTA 142 Norrænar reglur um styrkleikaflokkun timburs. Þegar timbur er notað við aðstæður þar sem búast má við að rakastig þess verði langtímum saman um eða yfir 20% skal það ávallt vera þolið gegn fúasveppum, svo sem kjarnviður furu eða grenis, eða gagnvarið skv. ÍST EN 15228 í viðeigandi gagnvarnarflokki skv. kerfi Norrænna timburverndarráðsins, sbr. Rb-blöð nr. Rb.Hi.302 og Rb.Hi.303. „Verndun viðar gegn fúa“. Gera skal sérstaklega grein fyrir tæringarvörn festinga .
Límtré sem notað er í burðarvirki skal uppfylla kröfur staðalsins ÍST EN 14080 .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.