Aftur í: 8.4. KAFLI. Stál og ál
Stál sem nota á í byggingar skal ryðverja miðað við notkunaraðstæður, þar með talið er allt efni til festinga. Lágmarksþykkt tæringarvarna skal vera í samræmi við eftirfarandi tæringarflokkun, sjá einnig ÍST EN ISO 12944-2 varðandi tæringarvarnir almennt:
a. Tæringarflokkur 1
Aðstæður: Lágmarkstæringarhraði, t.d. þurrt rými, þ.e. minni raki en 60% HR .
Tæringarvörn: Rafsinkhúð eða málning .
b. Tæringarflokkur 2
Aðstæður: Óupphitað rakt rými, úti þar sem lítil selta og raki er .
Tæringarvörn: Heitsinkhúðun. Sinkþykkt a.m.k. 50 μm .
c. Tæringarflokkur 3
Aðstæður: Utanhúss þar sem raki og sjávarselta eru lítil, t.d. inn til lands norðan- og austanlands .
Tæringarvörn: Heitsinkhúðun. Sinkþykkt a.m.k. 115 μm .
d. Tæringarflokkur 4
Aðstæður: Úti þar sem raki og sjávarselta eru allmikil .
Tæringarvörn: Heitsinkhúðun. Sinkþykkt a.m.k. 115 μm. Þar sem ekki er unnt að ná 115 μm sinkþykkt skal mála ofan á sinkhúðina. Málningarþykkt skal vera a.m.k. 100-150 μm og heildarþykkt tæringarvarna um 200 μm .
e. Tæringarflokkur 5
Aðstæður: Úti þar sem raki og sjávarselta eru veruleg og/eða tærandi lofttegundir eða efni eins og SO2 (brennisteinstvíoxíð) eða H2S (brennisteinssúlfíð) eru til staðar .
Tæringarvörn: Heitsinkhúðun. Sinkþykkt a.m.k. 115 μm og málning ofan á sinkhúðina 150-200 μm þykk. Heildarþykkt tæringarvarnar um 265-365 μm .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.