8.3.2. gr .Gæðamat

Aftur í: 8.3. KAFLI. Sement og steinsteypa

Sement, steinefni, íblendiefni, íaukar og önnur hlutefni í steinsteypu skulu uppfylla viðeigandi tækniákvæði, sbr. 8.3.1. gr. Steinefni á markaði til steypugerðar skal jafnframt uppfylla aðrar kröfur sem fram koma í þessum kafla. Steinefni framleitt til eigin nota til steypugerðar skal uppfylla sömu efniskröfur, þó ekki sé þar gerð krafa um CE-merkingu .
Gæðamat steinsteypu skv. 8.3. kafla skal unnið af faggiltri rannsóknastofu á viðkomandi sviði eða óháðri rannsóknastofu með sérþekkingu á viðkomandi sviði sem hefur hlotið viðurkenningu [umhverfis- og auðlindaráðherra skv. ákvæðum 2. mgr. 12. gr. laga um byggingarvörur.]1) 1) Rgl. nr. 666/2016, 5. gr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.