Aftur í: 8.3. KAFLI. Sement og steinsteypa
Steinefni til steinsteypugerðar skal vera prófað með tilliti til alkalívirkni. Það telst óvirkt ef þensla múrstrendinga, sem steyptir eru úr því og háalkalísementi, t.d. hreinu íslensku Portlandsementi, er minni en:
a. 0,05% eftir 6 mánuði eða 0,1% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 227 eða
b. 0,20% eftir 14 daga samkvæmt prófunaraðferð RILEM AAR-2 .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.