8.3.4. gr .Virk steinefni

Aftur í: 8.3. KAFLI. Sement og steinsteypa

Ef steinefni reynist virkt eftir prófun er heimilt að leyfa notkun þess ef annað eftirfarandi skilyrða er uppfyllt:
a. Þensla múrstrendinga, sem steyptir eru úr því með þeirri sementstegund, sem nota skal, er minni en 0,05% eftir 6 mánuði eða 0,1% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð ASTM-C 227. Þó skal miða við 0,08% eftir 12 mánuði ef um kísilryksblandað sement er að ræða (kísilryk yfir 5%) .
b. Þensla steypustrendinga, sem steyptir eru úr því með þeirri blöndu af steinefni og sementi, sem nota skal, er minni en 0,05% eftir 12 mánuði samkvæmt prófunaraðferð RILEM AAR-3 .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.