8.3.5. gr .Prófanir steinefna

Aftur í: 8.3. KAFLI. Sement og steinsteypa

Efnissali steinefna og eftir atvikum steinsteypu skal reglulega láta óháða og viðurkennda rannsóknastofu prófa steinefni og geta lagt fram skriflegt vottorð um:
a. Hvort viðkomandi steinefni sé virkt eða óvirkt skv. 8.3.3. gr .
b. Ef steinefni reynist virkt þá þarf steypuframleiðandi að sanna að sú blanda af steinefni og sementi sem nota skal sé innan leyfilegra marka skv. 8.3.4. gr .
Tíðni prófana á steinefnum skal ákvörðuð í samráði við viðkomandi rannsóknarstofu, sbr. 1. mgr .

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.