8.3.10. gr .Heimild steypustöðvar til framleiðslu

Aftur í: 8.3. KAFLI. Sement og steinsteypa

[Heimild steypustöðvar til að framleiða steinsteypu til notkunar í mannvirkjum skv. reglugerð þessari er háð því að viðkomandi rekstraraðili hafi gefið út yfirlýsingu um nothæfi steinsteypunnar samkvæmt ákvæðum III. kafla laga um um byggingarvörur á grundvelli jákvæðrar umsagnar óháðrar rannsóknarstofu sem umhverfis- og auðlindaráðherra viðurkennir í samræmi við ákvæði 2. mgr. 12. gr. laga um byggingarvörur. Leyfisveitandi skal gæta þess að yfirlýsing um nothæfi og jákvæð umsögn um steypustöð liggi fyrir vegna mannvirkjagerðar í hans umdæmi.]1) Ef steinsteypa uppfyllir ekki kröfur gæðamats sbr. 8.3.1. til 8.3.9. gr. skal leyfisveitandi banna notkun hennar uns úr hefur verið bætt og tilkynna það til [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2) .
1) Rgl. nr. 666/2016, 6. gr .
2) Rgl. nr. 977/2020 2. gr.

Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.