Aftur í: 8.3. KAFLI. Sement og steinsteypa
Byggingarfulltrúi getur í þeim tilvikum þar sem ekki er fyrir steypustöð sem uppfyllir ákvæði 8.3.10. gr .heimilað öðrum framleiðslu á steinsteypu vegna [einstaks tiltekins mannvirkis, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 9 .
gr. laga um byggingarvörur]1), að því tilskildu að öllum eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
a. Viðkomandi mannvirkjagerð er ekki umfangsmikil .
b. Við hönnun burðarvirkis sé ekki gengið út frá hærri styrkleikaflokki steypu en C20/25 skv. íslensku þolhönnunarstöðlunum, sbr. 8.2.1. gr .
c. Einungis viðurkennd steypuefni séu notuð, sbr. 8.3.2. gr .
d. Sementsmagn sé a.m.k. 350 kg í hvern rúmmetra af steinsteypu .
e. Vatnssementstala (v/s) sé ekki hærri en 0,45 .
f. Blendiloft steypunnar við niðurlögn sé a.m.k. 5% .
Ef steypu sem gerð er skv. þessari grein er dælt á byggingarstað skal mæla loftinnihald eftir dælingu .
Að öðrum kosti skal loftinnihald vera 2% hærra, þ.e. a.m.k. 7% .
[Heimild til steypugerðar skv. þessari grein skal vera skrifleg og bundin við einstaka tilgreinda framkvæmd, enda séu einnig uppfyllt önnur skilyrði 1. eða 2. tölul. 2. mgr. 9. gr. laga um byggingarvörur.]1) Þá skal heimildin einnig bundin við notkun tilgreindra steypuefna .
1) Rgl. nr. 666/2016, 7. gr .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.