Aftur í: 8.2. KAFLI. Burðarvirki
Festingar sem notaðar eru í byggingar, s.s. upphengd loft, flísar á veggi utanhúss og loft, loftklæðningar, útveggjaklæðningar o.þ.h., skulu reiknaðar og hannaðar þannig að þær geti með öryggi staðist það álag, bæði stöðufræðilegt og hreyfifræðilegt, sem þær kunna að verða fyrir .
Tryggja skal að styrkur og efnisgæði festinga og þess byggingarhluta sem þeim er ætlað að halda sé fullnægjandi og endist fyrirhugaðan líftíma viðkomandi byggingarhluta .
Við hönnun festinga skal taka tillit til þess að hætta er á tæringu við snertingu við rakadræg byggingarefni eða eðlari málma þegar raki er til staðar. Forðast skal tvímálma tengingar þegar hætta er á raka í umhverfinu nema einangrað sé á milli snertiflata málmanna .
Athugið að ef textanum hér ber ekki saman við reglugerðina á vef Stjórnartíðinda, þá gildir reglugerðin á vef Stjórnartíðinda. Skjalið er með uppfærðum breytingum sem samþykktar voru í desember 2012 sbr. reglugerð nr. 1173/2012, apríl 2013 sbr. reglugerð nr. 350/2013, mars 2014 sbr. reglugerð nr. 280/2014, apríl 2016 sbr. reglugerð nr. 360/2016, í júlí 2016 sbr. reglugerð nr. 666/2016, ágúst 2017 sbr. reglugerð 722/2017, í júní 2018 sbr. reglugerð 669/2018, í desember 2018 sbr. reglugerð 1278/2018 og í október 2020 sbr. reglugerð 977/2020.